Sigurður Jóhannesson hagfræðingur lætur sig ekki muna um að gera alla hagfræði hlægilega fyrir alþjóð. Reiknaði frá afar umdeildum dómsúrskurði, að hálendið mundi kosta 80 milljarða. Grínistar hafa farið á kostum út af þessari hagfræði eymdarinnar. Andri Snær Magnason sagði: „Segðu mér hvað kílóið af ömmu þinni kostar, fermetraverð kærustunnar þinnar og reiknaðu svo út besta vin þinn í bílverðum.“ Helzti galli hagfræðinga er, að þeir telja gamlar trúarsetningar, excel, línurit og extrapól vera vísindi, sem megi bera á borð. Ættu að temja sér hógværð annarra sérfræðinga í biblíusögum, sleppa útreikningum á ímyndunum.