Samkeppni ríkir ekki í hagkerfi Íslands. Á flestum sviðum ríkir fáokun, þar sem þrjú fyrirtæki eða færri ráða markaðinum og hafa sama verð. Leitun er að greinum frjálsrar samkeppni. Það er helzt í innflutningi á bílum, fötum og raftækjum, að margir koma við sögu. Fáokun ríkir í síma, tryggingum, olíu og benzíni, flugi, vöruflutningum, neytendavörum, byggingavörum og landbúnaðarafurðum. Allur þorri útgjalda íslenzkra heimila rennur til fáokunarfyrirtækja, sem hafa eitt verð eða eins verð. Við verðum öll að hafa fulla atvinnu og vinna myrkranna milli til að seðja íslenzka fáokun.