Hagræðingin er engin

Punktar

Hagræðingin er nákvæmlega engin hjá Ásmundi, Vigdísi og Guðlaugi. Skýrslan mikla í hundrað liðum snýst um að skoða og kanna. Ekkert er þar, sem hönd á festir. Hvergi er nein tala nefnd. Samt þykist nefndin hagræðinguna spara tugi milljarða. Fjölmiðlar éta þetta auðvitað viðnámslaust upp eftir henni eins og venjulega. Þetta er í stíl núverandi stjórnarfars. Það einkennist af nefndum og sérfræðingahópum, skoðun og könnu mála. Eins og aðalmálið sé að bæta lífskjör nefndakónga. Okkur var sagt, að velt yrði við hverjum steini, en nánast ekkert er litið á tugmiljarðana í styrkjum til landbúnaðarins.