Hagsmunasamtök atvinnuveganna hafna sameiningu ráðuneyta atvinnuvega. Segja hana draga úr vægi atvinnuveganna í samkeppni við ráðuneyti velferðar og menntunar. Skiljanlegt er, að hagsmunaaðilar séu alltaf hræddir um sinn hag. Sérstaklega ef þeir hafa misnotað aðstöðu sína í ráðuneytunum. En samtök iðnaðarins bæta því við, að sameining hagsmuna-ráðuneyta muni fresta bata efnahagslífsins. Ekki skil ég, hvernig þau reikna það út. Málið er, að ofurfrekir hagsmuna-gæzlumenn atvinnulífsins eru vanir að stjórna hver sínu ráðuneyti. Þeir óttast breytingar og líta framhjá sparnaði við sameiningu.