Hagspekin hrynur

Punktar

Smám saman molnar brauðmolahagspekin. Þekktir fræðingar ganga af trúnni, einnig fjölþjóðastofnanir á sviði hagstjórnar. Vara við misrétti og volæði. Fátækir við Miðjarðarhafið eru að bylta spilltum pólitíkusum stefnunnar úr sessi. Núna sést, að brauðmolahagspekin eflir stéttaskiptingu, eykur fátækt, sundrar heilum þjóðum. Græðgi hinna allra ríkustu er óseðjandi og felur í sér sjálfseyðingu. Meðan stefnan siglir þöndum seglum á heimsku Íslandi Framsóknar og Sjálfstæðis, er hún að fjara út um alla Evrópu. Evrópusambandið daðrar þó enn við auðhringa gegn almenningi, en var rasskellt í Grikklandi, vonandi senn á Spáni og víðar.