Hættulegt er fyrir fólk að taka íbúðalán í erlendri mynt. Þeir, sem hafa launatekjur í krónum eiga að taka lán í krónum. Allt öðru máli gegnir um fyrirtæki, sem hafa tekjur í erlendri mynt. Þau eiga að taka sín lán í erlendri mynt í sama mæli og tekjur þeirra. Þannig jafna þau áhættu sína. … Gengi krónunnar og gengi annarra mynta breytist. Oft valda þessu aðstæður í umheiminum, sem ekki voru fyrirsjáanlegar, þegar lánið var upphaflega tekið. Sem dæmi má nefna dollarann, sem hefur lækkað ört á undanförnum misserum vegna breyttrar stefnu ríkisfjármála, um 16% á síðasta ári. …