Hagstofan segir okkur, að fjárfesting í fyrra hafi verið svipuð og hún var árið 1997. Mörgum finnst 1,6% of lítið, hefðu viljað 3,4%. Miðuðu þá við Helguvík, Landspítala og Vaðlaheiði, sem hefur seinkað. Allt ríkisdrifnar framkvæmdir, sem sýna íslenzka kapítalismann í hnotskurn, ríkisdrifinn pilsfaldakapítalisma. Kostunarmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hafa alltaf lifað á pólitíkinni, en ekki á eigin verðleikum. Gjafakvóti útgerðar og uppgrip verktaka eru þar stærstu liðirnir. Þótt ríkisdrifnar framkvæmdir reiknist í hagtölum, er það marklaus hagvöxtur, blásið lofti í blöðrur.