Hagvöxtur er fúsk

Punktar

Kíkjum á ýmis atriði, sem auka „hagvöxt“. Eyðsla, sukk og sóun eykur hagvöxt. Slys og glæpir auka hagvöxt. Jarðskjálftar, eldgos og aðrar hamfarir auka hagvöxt. Umferðarteppur, drykkjuskapur og fjárhættuspil auka hagvöxt. Af þessu má sjá, hversu fáránlegt er að nota „hagvöxt“ sem mælikvarða á bættan efnahag. Ef fólk hjálpar hvert öðru með skiptivinnu, dregur það úr hagvexti. Á ótal sviðum er meira varið í að minnka hagvöxt eða hætta honum heldur en að auka hann. Þetta er skýrasta dæmið um, að hagfræði nútímans er að mestu glórulaust fúsk. Meðan svona hugtök eru hornsteinar hagfræðinnar er hún einskis virði.