Svokallaður hagvöxtur er á Íslandi að einum þriðja falinn í eyðslu erlendis. Hafa má það til marks um tilgangsleysi mælikvarðans. Hann mælir raunar ekki hagvöxt, heldur vöxt viðskipta. Þannig mælist oft hagvöxtur í Bretlandi og Bandaríkjunum, þótt eingöngu sé um viðskipti að ræða. Meira mark er takandi á hagvexti í Þýzkalandi, þar sem hann felst í aukinni framleiðslu. Hér á landi er mælikvarðinn vitlausari en annars staðar, því að hann felst meira í innflutningi og ferðakostnaði erlendis. Því miður tönnlast hagfræðingar og blaðamenn á þessum vonda mælikvarða. Gefa okkur því ranga mynd af þjóðarhag.