Hagvöxtur Ólafs að hætti 2007

Punktar

Gamli tíminn sést enn víða. Hlustaði í útvarpi í morgun á excel-tækninn Ólaf Ísleifsson tala um hagvöxt sem lykiltölu. Vitnaði í tölur frá Hagstofu Íslands. Þótt hagvöxtur sé bara mælikvarði á verzlun og viðskipti. Mælir ekki sparnað fólks, skiptivinnu, samhjálp og sjálfbærni. Þegar fólk sparar við sig, minnkar hagvöxtur. Hann minnkar, þegar fólk bakar, eldar, bónar bílinn, leggur parkett. Því er hagvöxtur í rauninni vondur eftir hrun. Fólk á að spara sem mest eftir hrun, minnka hagvöxt. En Ólafur talaði fjálglega um hagvöxt eins og trúarjátningu. Hagvöxt að hætti 2007. Meiri ruglarinn.