Hákarlavernd siðblindingja

Punktar

Opinbert eftirlit fer óskaplega í taugarnar á stuðningsfólki Sjálfstæðisflokks. Kallar það eftirlitsiðnað í háðungarskyni. Þótt bara sex ár séu frá hruni, sem beinlínis stafaði af skorti á opinberu eftirliti. Siðblind ríkisstjórn bófanna sker af alefli niður og geldir eftirlit. Einkum vill hún losna við Sérstakan saksóknara og Ríkissaksóknara, sem hún telur þrengja svigrúm sinna manna. Næst í röðinni við höggstokkinn verður Samkeppniseftirlitið, sem hefur abbast upp á Mjólkursamsöluna og Eimskip/Samskip. Neytenda- og náttúruvernd er líka skorin niður og yfirleitt allar stofnanir, sem vernda smáfiskana gegn óðum hákörlum.