Halda lyginni á lífi

Punktar

Um jólin dreifðu vefmiðlarnir góðu, Mogginn, DV og Vísir, lygasögu um bann Evrópusambandsins við dönskum kanilsnúðum. Fjarri sanni. Í sumum kanil, en ekki öðrum, er eiturefnið kúmarín. Evrópusambandið vill, að í bakstur sé notaður góður kanill, sem er laus við eitrið. Sambandið takmarkar því magn kúmaríns í kanil. Ekkert bannar notkun á kanil, hvorki í Danmörku né annars staðar í Evrópu. Flökkusagan espar þjóðrembda bloggara, er sjálfvirkt hamast gegn Evrópusambandinu. Telja sig hafa fengið flott dæmi um heimsku og illsku reglusmiðanna. Halda lyginni á lífi. Eins og meintu banni við heimabakstri.