Sannleiksskýrslan er að mestu gleymd og bófaflokkar stjórnmálanna reyna að endurskapa aðstæðurnar fyrir hrun. Stundum fikra þeir sig áfram í að reyna að rægja skýrsluna og þá góðu vinnu, sem þar var að baki. Liður í markvissri gleymsku. Ögmundur Jónasson leiðir tilraunir þings til að rægja nýja skýrslu um skandala Íbúðalánasjóðs. Eins og þingmannanefnd geti á fáum fundum komist að betri sannleika en þeim, sem fræðimenn fundu. Og næst er það svo skýrslan um sparisjóðina, sem átti að birtast sumarið 2012. Henni er núna lofað fyrir páska. Hvernig halda þingmenn á heitu kartöflunni fram yfir kosningar?