Hálf Samfylkingin er reið

Punktar

Samfylkingin hefur þriðjungs fylgi þjóðarinnar um þessar mundir. Aðeins helmingur fylgisins styður ríkisstjórnina. Í klofningnum felst veikleiki flokksins. Hann er klofinn um miðju í afstöðunni til ríkisstjórnarinnar. Annar helmingurinn yfirgefur Samfylkinguna, þegar hann áttar sig á, að hún er einn helzti brennuvargurinn. Það gerist í vetur, þegar áhrif hrunsins koma harðar niður á almenningi. Ingibjörg Sólrún vill sitja út kjörtímabilið í ríkisstjórn, sem hálfur flokkurinn styður ekki. Hvað gerir Samfylkingin, ef mótmæli alþýðunnar snúast gegn henni? Það getur orðið fyrir áramót.