Ólafur Ragnar Grímsson er sérfræðingur í hálfkveðnum vísum og óræðu spjalli til að rugla fólk í ríminu. Eins og véfréttin í Delfí, sem var svo myrk í máli, að sérstakan túlk þurfti til að skýra spádómana. Sumum finnst þetta fínt dæmi um pólitíska snilli í refskák. Mér finnst það vera dæmi um pólitíska forherðingu. Forkastanlegt er, að forseti tali torskiljanlegum tungum. Hann er greinilega að gera fólki erfitt við að stilla upp framboði til forseta. Væntanlega til að fleiri en einn fari fram gegn sér, svo að atkvæðin dreifist. Þannig slapp hann inn síðast. En þetta er ógeðfelld hegðun og engan veginn sæmandi þjóðhöfðingja.