Hálftími hálfvitanna brást ekki á Alþingi í gær. Vanþroskaðir menntskælingar görguðu og sökuðu hver annan um allt að landráðum. Ráðherra var sakaður um lögbrot, þótt ríkið hafi oft tapað dómsmálum án þess. Hálftímar frjálsrar umræðu eru orðnir einkennistákn Alþingis. Þeir valda mestu um virðingarhrun þess. Beinar útsendingar gera fólki kleift að fylgjast með skrítinni iðju þingmanna. Og sjá um leið, hverjir fara mestum hamförum í ræðustól. Tíundi hver Íslendingur ber virðingu fyrir Alþingi. Það er mikið hrun. En lengi getur vont versnað og í gær héldu nokkrir þingmenn uppi merki vanþroskans.