Forseti Portúgals hefur gert hallarbyltingu. Neitar að samþykkja sigur vinstri flokka. Felur föllnum forsætisráðherra að mynda minnihlutastjórn. Aníbal Cavaco Silva forseti segir vinstri sinna ekki ábyrga. Valdataka þeirra muni hafa slæm áhrif í Evrópusambandinu og spilla fyrir landinu í fjármálaheiminum. Hefur því falið Pedro Passos Coelho að mynda samstjórn hægri flokka með alls 38,5% fylgi. Fer framhjá António Costa, sem býður samstjórn vinstri flokka með 50,7% fylgi og þingmeirihluta. Lærdómsríkt fyrir valdasjúkan Ólaf Ragnar Grímsson forseta, sem grætur hrakfarir ríkisstjórnar gæludýra sinna í skoðanakönnunum þessa árs.