Frá þjóðvegi 329 við Skáldabúðir í Gnúpverjahreppi eftir jeppaslóð norður í fjallaskála Flóa- og Skeiðamanna í Hallarmúla.
Hluti dráttarvélaslóðar, sem liggur frá efstu bæjum og langsum eftir eyðilegum afrétti Skeiða- og Flóamanna um Ísahrygg og Sultarfit upp að Rjúpnafelli við Kerlingarfjöll. Í Hallarmúla má einnig komast utan bílvega eftir reiðslóð frá Kaldbak um Kaldbaksvað og um hlið á girðingu andspænis Hrunakróki.
Byrjum við þjóðveg 329 um 500 metra norðan Skáldabúða austan við Stöðulás og Kragaás. Fylgjum jeppaslóð til norðurs og förum eftir henni alla leið í Hallarmúla. Fyrst förum við milli Stóráss að vestan og Torfadalsáss að austan. Síðan vestan við Vatnsás. Næst sneiðum við upp brekkurnar til austurs fyrir sunnan Lambafell, förum austur í Innri-Kálfárfitjar og þar til norðausturs og norður fyrir Eystra-Lambafell yfir á Skillandsfitjar, þar sem er Hallarmúli.
16,5 km
Árnessýsla
Skálar:
Hallarmúli: N64 11.879 W19 58.877.
Jeppafært
Nálægir ferlar: Kaldbaksvað, Laxárdalsvað, Sultarfit.
Nálægar leiðir: Þjórsárholt, Hamarsheiði, Fossnes, Skáldabúðir, Illaver, Kista.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort