Halldór Baldursson skopteiknari er bezti rýnirinn. Ber saman bankastjóra ársins 2007 og pólitíkusa ársins 2013: “2007: Við lánum einhverjum gullkálfi alla peningana, sem við eigum ekki, gegn því, að hann kaupi hlutabréfin okkar. Þau hækka geðveikt og allir græða svo mikið, að vinurinn þarf ekki einu sinni að endurgreiða lánið.” “2013: Við borgum skuldir heimilanna með peningum, sem eru ekki til. Þá eykst neysla almennings svo mikið, að hagvöxtur rýkur upp. Ríkissjóður græðir geðveikt og enginn þarf að borga skatta. Reisum sjúkrahús fyrir afganginn” Ruglið 2013 er sama og árið 2007.