Hallgrímur verndar Egil

Fjölmiðlun

Samkvæmt Einari Ben. Þorsteinssyni, bloggara á Eyjunni, sætir hann ritskoðun Hallgríms Thorsteinsson ritstjóra. Hefur sá að sögn Einars tvisvar kvartað yfir gagnrýni á Egil Helgason, annan bloggara Eyjunnar. Samkvæmt Einari á Hallgrímur að hafa bent á, að Egill væri gullkálfur Eyjunnar. Ætti hann því að fá að vera í friði. Einar sagðist auðvitað ekki taka neitt mark á þessu og mundi halda áfram að gagnrýna Egil, ef sér sýndist. Ég held, að Egill verði að hringja í Hallgrím og biðja hann um að róa sig niður. Kúnstin við að vera ritstjóri er að hafa engin völd. Hallgrímur þarf að læra það.