Hált á siðferðis-svelli

Punktar

Júlíus Vífill Ingvarsson keypti annað sætið í framboði Hrunverja í borginni. Keypti úthringingakerfi, sem boðið var á átta milljónir króna. Kerfið náði yfir 20 þúsund manns. Hefur varla fengið það á minna en sex milljónir. Aðrir frambjóðendur urðu langleitir, því að óskað hafði verið, að þeir héldu kostnaði innan við hálfa aðra milljón. Töldu um það vera heiðursmanna-samkomulag. Fleirum varð hált á siðferðis-svellinu þessa daga. Séra Bjarni Karlsson braut prófkjörsreglur hjá Samfylkingunni, auglýsti í Fréttablaðinu. Baðst svo afsökunar eins og Ásbjörn kvótagreifi. Og glotti. 2007-týpur.