Þegar valdamaður segir “treystu mér”, skaltu halda þéttingsfast um veskið. Stjórnartalsmaður segir: “Við verðum að treysta því, að sérfræðingarnir í Seðlabankanum séu að vinna vinnuna sína.” Þá skaltu bóka, að þeir sofa eða eru að þjónusta sérhagsmuni á kostnað almannahagsmuna. Þessa dagana er skítalykt af samstarfi ríkisstjórnarinnar, Seðlabankans og stórbankanna. Þeir eru að leysa öll vandræði sín á kostnað almennings eingöngu. Og mýkja fólkið fyrir harðari úrræði í sama dúr. Ég hef horft á stjórnmálamenn og sérfræðinga í fimm áratugi. Aldrei hef ég séð ástæðu til að treysta þeim.