Hamfarir í hagsmunagæzlu

Punktar

Í hálftíma hálfvitanna fara alþingismenn hamförum í þágu sérhagsmuna gegn almannahagsmunum. Þingmenn Flokksins og Framsóknar reyna eftir megni að hindra framvindu kvótafrumvarpanna. Vilja alls enga breytingu á núverandi eignarhaldi og veðsetningarvaldi kvótagreifa. Frumvörp sjávarútvegsráðherra fela þó í sér veigalitlar breytingar og eru langt frá þjóðarviljanum. Mikill meirihluti fólks vill þjóðareign á kvóta og frumvörpin eru stutt skref í þá átt. En þingmenn Flokksins og Framsóknar tryllast samt. Vonandi verður talað um kvótamálið í allt sumar, svo að sérhagsmunagæzlan verði öllum ljós.