Hamfarir raska ró minni

Fjölmiðlun

Hamfarir þriggja vikna hafa ruglað vinnuplanið hjá mér. Ég ætlaði að ganga frá fyrirlestraröð í fjölmiðlun. Þeirri tíundu í röðinni. Áður var ég með raðir um Blaðamennsku, Fréttir, Rannsóknir, Textastíl, Ritstjórn, Nýmiðlun, Framtíð, Forsögu og Umræður. Nýja röðin fjallar einfaldlega um árið 2008 í alþjóðlegri fjölmiðlun. 25 fyrirlestrar um Wiki og Google, Twitter og eBay, FaceBook og MySpace, Flickr og YouTube, Linux og InnoCentive. Um sjónvarp,
prentmiðla og blogg. Um þetta hafa nýlega birzt merkar bækur og greinar í fjölmiðlum. Þetta hefur orðið að bíða í hamförunum, en fer nú aftur í gang.