Perlan hefur sem veitingahús gengið í endurnýjun lífdaganna. Hefur verið innréttuð upp á nýtt. Kaffihús öðrumegin og veitingahús hinumegin. Matseðillinn er allur nýr og til fyrirmyndar í gæðum og verðlagi. Hádegisverð á þorski er svipað og á öðrum gæðastöðum borgarinnar, 2.500 krónur. Þorskurinn var fyrsta flokks, nákvæmlega rétt eldaður og ljúffengur. Sama er að segja um fiskisúpuna, lax, þorsk, rækjur og hörpuskel á 2.400 krónur. Árum saman hefur Perlan leitað að grunnhugmynd og hún er núna fundin. Þjónustan er gallalaus og útsýnið flestum kunnugt. Efsta hæðin heitir núna Út í bláinn og er eitt af fimm beztu veitingahúsum borgarinnar.