Hamingjan blasir við

Punktar

Nú er stöðugt verið að finna leiðir til að mæla hamingju fólks, líklega af því að menn hafa áttað sig á, að aukin landsframleiðsla veitir ekki meiri hamingju. Michael Johnson segir í International Herald Tribune frá ýmsum skölum, sem notaðir eru í þessu skyni. Allir vilja verða hamingjusamir upp á síðkastið, fleiri en þeir, sem vilja verða magrir, svo sem sést af því, að 3000 bókartitlar fjalla um lausn að leitinni að hamingju. Heilt tölublað af tímaritinu Time fjallaði nýlega að mestu um þetta skemmtilega vandamál. Hér er kannski komið nýtt kosningaloforð fyrir Framsókn.