Hamingjan sem hvarf

Punktar

Fyrir tæplega hálfri öld sátu kaupsýslumenn í hádeginu á Grilli, Holti eða Nausti og létu færa sér séreldaðan mat. Sumir voru þar í hverju hádegi. Nú standa þeir í biðröð á Vox til að sækja sér forunnin mat. Í mesta lagi einu sinni í viku. Það eru því ekki kaupsýslumennirnir, sem hafa grætt. … Fyrir tæplega hálfri öld fór venjulegt fólk í skóla eða á sjúkrahús án þess að borga krónu. Úrvalið var að vísu minna en núna, en allir vissu, að þeir fengju beztu þjónustu, sem völ var á. Og unga fólkið var sannfært um, að það fengi góða vinnu að loknu nokkurn veginn sama hverju námi sem var. …