Fékk fína spergilsúpu, lausa við hveiti. Síðan rauðsprettu, pönnusteikta í camembert-osti. Hæfilega lítið var af osti, svo að ferskt og fínlegt fiskbragðið sló vel í gegn. Sumir kokkar moka því miður ostinum. Auðvitað var eldunartíminn hóflegur. Hrásalatið var með því bezta, sem ég hef lengi fengið og bakaða kartaflan góð. Tilveran í Hafnarfirði er eitt af betri veitingahúsum okkar. Aðbúnaður gesta var notalegur, þjónustan fín og verð í hádeginu að hætti Múlakaffis. Hádegismaturinn kostaði 1590 krónur. Eini gallinn var fjarlægðin, Tilveran er afskekkt langt suður í Hafnarfirði.