Á miðjum rústum einkavinavæðingar trónir Áslaug Friðriksdóttir og hrópar. Hún færir hægri fótinn af biðröðum Isavia yfir á sjúkraþjónustu Strætó og vinstri fótinn af heilsuhótelum Sinnum yfir á menntaskólann Hraðbraut, svo við heyrum betur. Við, sem daglega sjáum, að heilbrigðisþjónusta versnar með hverju ári ríkisstjórnar einkavina. Sjáum Kristján Þór neita að borga lyf handa Fanneyju Björk Ásmundsdóttir. Heyrum Áslaugu æpa: Lausnin er meiri einkavinavæðing. Við eigum að trúa, að fátækt hins opinbera verði leyst með því að fela einkavinum Flokksins fleiri verkefni! Þú getur keypt bronz, silfur, gull þjónustu eða étið blankur það, sem úti frýs. Hamslausa hægrið sækir fram.