Hamslausir skuldafíklar

Punktar

Margir Íslendingar eru svo ólæsir á fjármál, að þeir skuldsetja sig eins og þeir mögulega geta. “Sumarið 2010 sáum við að fólk var aftur farið að taka svonefnd þægindalán á sölustað og greiða fyrir sjónvarp, húsgögn og snjallsíma með afborgunum.” Segir Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar. Þegar fólk fékk felldan niður hluta af lánum sínum, gripu sumir fyrsta tækifæri til að skuldsetja sig aftur upp í rjáfur. Slíkt fólk kann ekki fótum sínum forráð og ætti raunar ekki að vera fjárráða. Annars staðar í Evrópu mætir fólk vanda með sparnaði. Hér er sparnaður utan við veruleika skuldafíkla.