Hanna Birna ráðherra hefur ekki burði til að standa við samning sinn við Reykjavík um flugvöllinn. Framlengja átti völlinn frá 2016 til 2022 gegn afhendingu lands undir íbúðir nálægt Skerjafirði. Eins konar friðarsamningur til bráðabirgða. Vigdís Hauksdóttir sprengdi ákvörðun Hönnu Birnu í loft upp með því að kippa lóðasölunni úr fjárlagafrumvarpinu. Þá spáði ég, að aðilar mundu leggjast í illindi í stað sátta. Það kom svo í ljós. Ríkið selur ekki lóðirnar og borgin framlengir ekki rekstrarleyfið. Jón Gunnarsson og Vigdís hóta að beita höfuðborgina löglausu gerræði. Hanna Birna gafst upp. Bjarna Ben sárnar líklega ekki.