Hana vantar gott minni

Punktar

Mánuðum saman höfum við fylgzt með langdregnu pólitísku sjálfsvígi vonarpenings Sjálfstæðisflokksins. Á hverju andartaki þjáningarinnar segir Hanna Birna það, sem hún telur þægilegast að segja þá stundina. Jafnóðum gleymir hún orðum sínum. Segir næst eitthvað allt annað um sama atriði. Einnig koma fram aðrar heimildir um málið, sem segja enn aðra sögu. Langur og leiður lygaferill hennar segir okkur, að fíklar í lygum verða að hafa feikilega gott minni. Annars fer allt úrskeiðis hjá þeim. Undarlegast er, að siðblindur flokkurinn tekur einnig á sig skellinn. Með að lýsa ítrekað yfir trausti á mesta lygara stjórnmálasögunnar.