Gera ber forstjóra og verkfræðinga Landsvirkjunar og Orkustofnunar ábyrga fyrir tjóni og kostnaði, sem þeir valda. Eins og handóð börn ryðjast þeir með ýtur, bora og gröfur um viðkvæm svæði. Jafnvel þau, sem eru í biðflokki rammaáætlunar, svo sem neðri hluta Þjórsár. Eyða hundruðum milljóna króna í að spilla svæðum, sem ekki er víst, að verði notuð. Yfirleitt fara þessir jarðvöðlar um eins og naut í flagi, án tillits til umhverfisins. Svo heimta þeir orkuver út á, að svo og svo mikill kostnaður sé útlagður. Þessi hegðun er gersamlega ábyrgðarlaus. Verður aðeins stöðvuð með persónuábyrgð þeirra.