Handóðir hrunverjar

Punktar

Rúmlega tveimur áratugum eftir Nesjavallavirkjun eru svonefndir fagmenn að átta sig á, að eitthvað hefur farið úrskeiðis. Þingvallavatn er hætt að vera gegnsætt. Þar mælist eitur á borð við kvikasilfur og líka þungmálmar af ýmsu tagi, sem til dæmis setjast að í fiski. Vatnhiti á einum stað er tíu gráðum hærri en eðlilegt er. Sómi Íslands að breytast í eitraðan poll? Auðvitað er þetta sama gamla sagan, Hrunverjar vaða í að redda hagsmunum verktaka. Líka við Hellisheiðarvirkjun. Víðu landi fordjarfað og eitruðum brennisteini spúð yfir mosa og lindir. Senn byrja menn að fatta. Verður Reykjanesskagi næstur?