Seltjarnarnes hefur frá ómunatíð verið undir stjórn handóðra og sögulausra ráðamanna Flokksins. Gamalt og gott hefur verið rifið eða jafnað við jörð. Fallbyssuhreiður Breta eru horfin og gamli vitinn líka. Hlöðnum steingörðum var velt um koll af bæjaryfirvöldum. Mörgum sjósóknarvörum var spillt. svo og fornum reiðgötum, svo sem Neströðum og Læknisstíg. Horfnar eru minjar um Búðir, heilt verbúðaþorp í Suðurnesi. Þetta er skrítin árátta handóðra og sögulausra manna. Þeir fá taugaskjálfta, ef þeir sjá eitthvað sagnfræðilega og náttúrufræðilega merkilegt innan um steypu og gler allra síðustu áratuga.