Handtakið bankastjóra og Bjögga

Punktar

Landsbankinn hefur játað að hafa logið að sparifjáreigendum. Kallar það mistök. Staðreyndin er, að bankastjórar, sjóðsstjórar og bankaráð bankans höfðu glæpsamlega fé af fólki. Tími er kominn til, að þeir Sigurjón Árnason og Halldór Kristjánsson verði handteknir og yfirheyrðir. Einnig stjórnendur Landsvaka og IceSave deilda bankans. Og alls ekki sízt eigendur bankans, Björgólfarnir tveir. Í Landsbankanum voru reknir mestu fjárglæfrar í sögu þessa lands í skjóli einkavinavæðingar. Ófært að láta þetta róttæka gengi áfram reka á reiðanum í samfélaginu án beinskeyttra aðgerða ríkissaksóknara.