Samfylkingin á sér von um Evrópufylgi í næstu kosningum, en það dugar henni skammt. Vinstri grænir eiga ekki von um neitt fylgi. Hvorugur flokkurinn hefur endurnýjað sig. Jóhanna og Steingrímur eru eins og úr fornöld, skilja ekki nútímann. Þau eru partur af gamla og spillta Íslandi. Í tæka tíð fyrir kosningar þurfa þessir flokkar að skipta út forustuliðinu. Ekki síðar en í haust. Mér sýnist fólk skilgreina þessa flokka sem hluta af Fjórflokknum. Enda hafa þeir klúðrað stjórnarskrá og þjóðareign á kvóta, sem greina milli gamla og nýja Íslands. Kannski er framtíðin farin framhjá flokkunum tveimur.