Hanga saman á spillingunni

Punktar

Stjórnarflokkarnir leggja fram á Alþingi í dag frumvarp um, að þeir haldi áfram ofur-eftirlaunum, sem hafa fengið þau. Þeir þora ekki að mæta sínum foringjum í málaferlum. Vita, að foringjarnir eru siðlausir og munu sækja herfang sitt, þótt þjóðin fyrirlíti þá. Það eins, sem stjórnarflokkarnir þora að gera í frumvarpinu, er þetta: Framvegis megi nýir pólitíkusar ekki í senn taka eftirlaun og embættislaun. Hinir, sem áður kræktu í réttinn, halda honum. Frumvarpið lýsir vel, hversu fjarlægir stjórnarflokkarnir eru orðnir þjóðinni. Spilling bankahrunsins hefur brætt saman tvo spillta flokka.