Hangir í tvinnaþræði

Punktar

Málsvari lífeyrissjóða tönnlast á, að sjóðirnir hafi ekki leyfi til að gefa eftir af eigum sjóðfélaga. Þórey S. Þórðardóttir upplýsir samt ekki, hvers vegna þeir höfðu leyfi til að sukka villt og galið með eigur sjóðfélaganna. Sama fólk stjórnar sjóðunum núna og gerði það fyrir hrun. Klisja hennar er ekkert málsefni, bara tvinnaþráður, er hún umgengst eins og haldreipi. Telji samfélagið sjóðina eiga að taka á sig hluta tjóns af ofmati verðtryggingar, þá gerir samfélagið það. Án samráðs eða skaðabóta. Með því að skattleggja fé sjóðanna við innkomu, en ekki við úttekt. Gott mál, sem framkvæmist strax.