Hangsað yfir skattrannsókn

Punktar

Skattrannsókn á lekagögnum frá Mossack-Fonseca leiðir í ljós, að 349 íslenzkir aðilar eiga þar stórar fúlgur. Sumar reiknast í hundruðum milljóna. Hafa þó bara 34 mál verið könnuð. Hafa skilað í viðbótarsköttum sem nemur margföldum kostnaði við kaupin á leku gögnunum. Þótt dæmið sé komið í plús eftir 10% vinnu, er ástæðulaust að hangsa meira við rannsóknina. Hana þarf að kýla áfram, þótt ýmsir eigendur pólitíska bófaflokksins emji. Engar ákærur hafa enn verið gefnar út, þótt lög mæli svo fyrir. Augljóst er, að þarna er hægt að ná í milljarða, sem sviknir hafa verið undan skatti. Heil tvö ár eru síðan leku gögnin komu í ljós.