Mæti oft Walter Jónsson Ferrua á gönguleiðinni umhverfis Seltjarnarnes. Hann vakti strax athygli mína, því að hann tók upp rusl á leiðinni og setti í ruslakassana. Þetta getur ekki verið Íslendingur, hugsaði ég, þeir grýta umbúðum í allar áttir. Enda kom í ljós, að Walter er siðmenntaður. Hann er frá Ítalíu, þar sem siðmenning hefur ríkt í rúmlega tvö árþúsund. Er kvæntur íslenkri konu og hefur búið hér í áratugi. Seltjarnarnes hefur nú heiðrað hann fyrir fagurt fordæmi. Kannski siðmenntast Íslendingar fyrir rest og fara að taka upp rusl á förnum vegi. En ég held, að enn sé langt í það.