Hanna Birna Kristjánsdóttir flutti þreyttar lummur, þegar hún var spurð um Gálgahraunsveginn á flótta hennar austur á land. Sagði nýja veginn veita meira öryggi. Aldrei hefur það verið rökstutt, en hins vegar bent á aukna hættu af völdum nýja vegarins. Hanna Birna nennti semsagt ekki að kynna sér málið til að geta gefið veigameiri svör. Ráðherratími hennar hefur ekki sýnt svör við neinu. Hún vísar öllu frá sér, svo sem Snowden og uppboðsfresti vegna hæpinna gjaldþrota. Minnir á ferilinn í borgarstjórn. Seldi HS Orku til Magma og gerði Ólaf lækni að borgarstjóra. Gerði hún þar nokkuð fleira?