Hanna Birna formaður

Punktar

Eftir niðurstöðu prófkjörsins í Reykjavík má vera ljóst, að Hanna Birna Kristjánsdóttir er málið. Verður formaður Sjálfstæðisflokksins í febrúar og líklega forsætisráðherra með vorinu. Bjarni Benediktsson getur ekki staðið í vegi skriðdrekans. Hann er með fortíðina í Vafningi, Sjóvá og N1 á bakinu. Hindrar þannig endurnýjun flokksins. Ég hef ekki hugmynd um, hvað Hanna Birna stendur fyrir, hef ekki getað lesið neitt úr orðum hennar. Kannski er það líka bezt fyrir hana og fyrir flokkinn. Hún fellur flokksmönnum í geð og það eitt skiptir máli. Flokkurinn taldi sig þurfa að hafa hnífakaup óséð.