Hanna Birna er gengin aftur og strax farin að ljúga. Nú segir hún, að sími sinn og tölva hafi verið skoðuð í lögreglurannsókn. Helgi Magnús vararíkissaksóknari þvertekur fyrir það. Hanna Birna fékk þá sérmeðferð, að sími hennar og tölva voru ekki skoðuð. Rannsókn lögreglunnar beindist ekki að henni, bara að fólki í ráðuneytinu. Í ljós kom, að aðstoðarmaður hennar var sekur. Hins vegar er ekki neitt vitað um aðild Hönnu Birnu og hún hefur alls ekki verið hvítþvegin. Ætla mætti, að ráðherra lærði eitthvað af biturri reynslu, en það gerir Hanna Birna ekki. Hún mætir aftur til leiks með sama offorsi og lygaflaumi og í fyrra lífi.