Hanna Birna hin smurða

Punktar

Sjálfstæðismenn taka aldrei verðandi formenn sína í skoðanapróf. Þeir skoða persónuna og ákveða, hvort þeir séu sáttir. Síðan á nýi formaðurinn að segja þeim, hvaða skoðun þeir eigi að hafa. Ævinlega vilja sjálfstæðismenn sterkan leiðtoga af þessu tagi. Einhvern Bjarna Ben eða Davíð Oddsson. Nú hafa þeir ákveðið, að Hanna Birna Kristjánsdóttir sé hin smurða. Ekkert þýðir að ræða, hvort hún feli í sér hnífakaup óséð. Eða hvort hún hafi kórréttar skoðanir á öllu milli himins og jarðar. Hún tilkynnir bara, hvaða skoðanir flokksmenn skuli hafa og málið er dautt. Því verður hún formaður á landsfundi í vetur.