Hanna Birna hrunin

Punktar

Niðurstaða sviptinga í Sjálfstæðisflokknum um formennsku er, að áður góð staða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur hrundi. Hún er ekki lengur vonarpeningur flokks, sem leitar að sjálfum sér. Stuðningsmenn hennar stóðu fyrir könnun í Viðskiptablaðinu um Bjarna Benediktsson og afsögn hans. Það finnst mörgum vera hnífstunga í bak. Friðrik Friðriksson varð að segja af sér formennsku í kosningastjórn kjördæmisins. Hann og Hanna Birna eru pólitískt tengd í hópi með Kjartani Gunnarssyni fyrrum forstjóra flokksins. Langur tími mun líða, áður en flokkurinn sættir sig við Hönnu Birnu. Það verður kannski aldrei.