Hanna Birna segist vilja lækka skatta. Í því líkist hún öðrum framámönnum flokksins. Gleymd er blöðrustefna Flokksins, er olli ríkinu þúsund milljarða króna tjóni í hruninu. Raunar heldur Flokkurinn því fram, að því meira sem skattar lækki, þeim mun meira komi í kassann. Hundruð milljarða eiga því að töfrast upp úr hattinum. Þetta er gamalkunn stefna Reagan og Bush. Notuð til að hlífa auðmönnum og fyrirtækjum við sköttum. Á sér enga stoð í raunheimi. Skattar eru ekki háir hér, sízt fyrirtækjaskattar og fjármagnstekjuskattar á auðmenn. Hanna Birna hyggst reka Flokkinn í þágu sérhagsmuna auðmanna.