Hannes tapar trú á markað

Punktar

Trú Hannesar H. Gissurarsonar á almætti markaðarins hefur bilað í seinni tíð. Bloggarinn BaldurMcQueen.com hefur vel bent á, að ný grein Hannesar bendi til þess. Hannes sakar þar Robert Wade prófessor um að vera Dithmar Blefken nútímans. Wade skrifi gróusögur um landsfeður Íslands. Þetta er samsæriskenningin góða um útlenda öfundarmenn. Hannes ætti heldur að líta á samkeppni skoðana á markaði. Þar kemur Wade inn sem aðrir. Meta verður hans skoðanir efnislega í samanburði við aðrar. Þá kemur þá í ljós, að hann hefur mikið til síns máls. Tal um Blefken þyrlar bara upp ryki. Meðvitað.