Harðari heimur

Punktar

Skipulagt ofbeldi er nánast daglega í fréttum fjölmiðla. Gömlum konum er nauðgað og hópar vandræðaunglinga safnast saman til að ráðast inn á heimili nýbúa, hvort tveggja samkvæmt nýjustu fréttum. Mannlíf á Íslandi er orðið harðara en áður, líkara því sem við heyrðum áður frá útlöndum. Fyrrum var ofbeldi á Íslandi einkum talið vera skipulagslaus og tilviljanakenndur verknaður fólks undir áhrifum eiturlyfja, einkum áfengis. Ljóst er, að nú er ofbeldi að verða skipulagðara og einbeittara en áður, alveg eins og fjármálaglæpir á borð við bankarán og innherjaviðskipti eru oft markvissari en áður. …