Sigurbjörn Bárðarson sýndi verðlaunapeninga sína í Kastljósi í gær. Sýndi þúsundir gripa í hundrað fermetra húsi. Segist bera virðingu fyrir þeim, vill ekki hafa þá í pappakössum. Sigurbjörn varð þrefaldur knapi ársins, þótt hann sé 58 ára. Fáir vita, að hann varð undir fjórhjóli fyrir áratug. Reis síðan með ótrúlegu harðfylgi til heilsu að nýju. Gengur óhaltur meðan báðir fætur eru jafnlangir. Og situr hest betur en aðrir menn. Kemur vel fyrir sig orði, þannig að allir skilja. Á sinn þátt í að gera hestamennsku að þriðju vinsælustu íþróttagrein landsins, næst á eftir fótbolta og golfi.